Frá og með gærdeginum geta íbúar í Windsor & Maidenhead í Englandi (Royal Borough of Windsor & Maidenhead) fengið sérstaka bónuspunkta ef þeir standa sig vel í að halda matarleifum aðskildum frá öðrum heimilisúrgangi. Punktana geta þeir síðan notað sem gjaldmiðil í verslunum á svæðinu. Verkefnið er hið fyrsta sinnar tegundar í Bretlandi og byggir á samstarfi héraðsstjórnarinnar og Recyclebank, sem heldur utan um punktakerfið. Þá hefur sveitarstjórnaráðuneytið styrkt þetta framtak.
(Sjá frétt EDIE í gær).