Býflugnabændur kæra Umhverfisstofnun Bandaríkjanna

Honeybees PlanetArk2Hópur býflugnabænda og nokkur frjáls félagasamtök vestanhafs, þar á meðal Sierraklúbburinn, lögðu í gær fram kæru á hendur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna fyrir að grípa ekki til verndaraðgerða vegna þeirrar hættu sem kærendur segja býflugnastofnum stafa af skordýraeitri af flokki neónikótínoíða. Í kærunni er þess m.a. krafist að stofnunin dragi til baka leyfi til notkunar á klóþíanidín og þíametoxam, sem bæði tilheyra þessum flokki eiturefna. Sérstaklega er kært fyrir útgáfu skilyrtra leyfa sem gera framleiðendum kleift að setja ný eiturefni á markað fyrr en ella, en síðustu ár munu tveir þriðju allra nýrra varnarefna í Bandaríkjunum hafa verið sett á markað á grunni slíkra leyfa. Neónikótínoíð hafa verið mikið notuð í Bandaríkjunum síðan um miðjan síðasta áratug og frá sama tíma hafa orðið mikil afföll á býflugnabúum. Dæmi eru um 50% fækkun á síðasta ári einu og sér. Framleiðendur efnanna benda hins vegar á að skaðsemi þeirra hafi ekki verið sönnuð.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

Ein hugrenning um “Býflugnabændur kæra Umhverfisstofnun Bandaríkjanna

  1. A European attempt to ban the world’s most widely used insecticides that have been linked to serious harm in bees has failed.
    The European commission proposed a two-year suspension of neonicotinoids after the European Food Safety Authority (EFSA) deemed their use an unacceptable risk, but major nations including UK and Germany failed to back the plan in a vote on Friday.
    The result leaves environmental campaigners, scientists and some politicians bitterly disappointed.
    http://www.guardian.co.uk/environment/2013/mar/15/bee-harming-pesticides-escape-european-ban

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s