Sl. mánudag urðu ákveðin þáttaskil í vindorkuframleiðslu í Danmörku þegar 36. myllan í Anholt vindmyllugarðinum í Kattegat var tekin í notkun. Þar með var uppsett afl vindorkustöðva úti fyrir ströndum Danmerkur komið í 1 GW, sem dugar fyrir u.þ.b. milljón heimili. Séu vindorkustöðvar á landi taldar með er uppsett afl vindorkustöðva í Danmörku að nálgast 4 GW. Bretar eru eina þjóðin í heiminum sem fær meiri raforku en Danir frá vindmyllum á hafi.
(Sjá frétt Teknisk Ukeblad í gær).