Skemmtiferðaskip spilla loftgæðum á norðurslóðum

Nordpolhotellet 2003 Ny AlesundNýleg rannsókn á loftmengun í Ny Ålesund á Svalbarða sýnir að mengun er talsvert meiri þá daga sem skemmtiferðaskip eiga þar viðdvöl en aðra daga. Þetta gildir jafnt um brennisteinsoxíð, svart kolefni (sót) og öragnir (60 nm). Höfundar rannsóknarinnar benda á að þessi mengun geti hugsanlega haft áhrif á vistkerfi svæða sem almennt eru talin ósnortin og jafnframt skekkt niðurstöður mikilvægra grunnmælinga á slíkum svæðum, svo sem á Zeppelinfjalli á Svalbarða. Auk þess sé þetta áminning um mikilvægi þess að huga að vaxandi mengunarhættu samfara aukinni skipaumferð um Norðurslóðir.
(Sjá útdrátt í Atmospheric Chemistry and Physics).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s