Sífellt meira plastrusl á botni Norður-Íshafsins

Issue 313Mikið magn af rusli, aðallega plastrusli, hefur safnast upp á botni Norður-Íshafsins á síðustu 10 árum. Þannig tvöfaldaðist magnið, mælt í stykkjatali, milli áranna 2002 og 2011, þ.e. úr 3.635 í 7.710 stykki á ferkílómetra. Þessar niðurstöður, sem birtust í vísindagrein í tímaritinu Marine Pollution Bulletin fyrir áramót, byggja á neðansjávarmyndum sem teknar voru vestur af Svalbarða. Plastið hefur margvísleg áhrif á lífríkið, svo sem með því að breyta efnasamsetningu við botninn, loka fyrir aðgang súrefnis og búa til skilyrði fyrir framandi lífverur, auk beinna eituráhrifa, köfnunarhættu o.s.frv. Áætlað er að um 10% af árlegri plastframleiðslu í heiminum endi í sjónum, líklega samtals um 27 milljónir tonna.
(Sjá frétt í Sience for Environment Policy, fréttabréfi Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um umhverfismál, í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s