Benetton gengur til liðs við „Detox-hópinn“

Benetton EDIEÍ síðustu viku bættist Benetton í hóp þeirra 12 fataframleiðandenda sem áður höfðu heitið því að fara í afeitrun, þ.e.a.s. að hætta notkun hættulegra efna í framleiðslu sinni. Kveikjan að þessu framtaki fyrirtækjanna er svonefnt „Detox-átak“ Greenpeace, sem hófst árið 2011 og hefur það að markmiði að auka gagnsæi í umhverfismálum tískugeirans. Fyrsta skrefið í átaki Benetton er að opinbera upplýsingar um losun mengandi efna frá 30 helstu birgjum sínum á heimsvísu 2013. Fyrir árslok 2015 ætlar fyrirtækið að hætta notkun perflúorkolefna (PFC), og árið 2020 á öll notkun hættulegra efna að heyra sögunni til.
(Sjá frétt EDIE 17. janúar og umfjöllun 2020.is 17. desember 2012).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s