Skordýraeitur ógnar býflugum

Bees-007-GuardianMatvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) gaf í gær út það álit að skordýraeitur með virka efnið neonicotinoid stefni býflugum í óásættanlega hættu og því sé ekki forsvaranlegt að nota það við ræktun plöntutegunda sem býflugur sækja í. Um er að ræða algengasta skordýraeitur í heimi og því gæti þessi yfirlýsing haft mikil áhrif. Það eru hins vegar stjórnvöld í hverju landi sem taka ákvörðun um hugsanlegt bann við notkun efnisins. Umhverfisverndarsinnar fagna þessum tímamótum og segja þau jafngilda dauðadómi yfir skordýraeitri af þessu tagi, en fulltrúar framleiðenda telja áhættuna ekki fullsannaða og vara við oftúlkun varúðarreglunnar. David Goulson, prófessor við Háskólann í Stirling í Skotlandi segir þetta vekja upp spurningar um hvað hafi verið í gangi þegar notkun efnanna var fyrst leyfð. Rachel Carson hafi skrifað „Raddir vorsins þagna“ fyrir 50 árum, en við séum ekki enn búin að læra neitt.
(Sjá frétt The Guardian í gær).

2 hugrenningar um “Skordýraeitur ógnar býflugum

  1. Bakvísun: Neónikótínoíð ekki sett á bannlista | 2020

  2. Bakvísun: Neónikótínoíð bönnuð í ESB | 2020

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s