Ný ríkisstjórn í Þýskalandi boðar hertar reglur um merkingar erfðabreyttra matæla

Kýr GMO fodurNý ríkisstjórn kristilegra demókrata og jafnaðarmanna í Þýskalandi, sem tekur væntanlega formlega við völdum í desember, hyggst beita sér innan Evrópusambandsins fyrir hertum reglum um merkingu erfðabreyttra matvæla. Samkvæmt drögum að stjórnarsáttmála vill ríkisstjórnin að skylt verði að merkja sérstaklega afurðir dýra sem alin hafa verið á erfðabreyttu fóðri. Ef af verður mun hátt hlutfall kjöts sem framleitt er innan sambandsins verða merkt með þessum hætti, þar sem mikið er af erfðabreyttu soja af bandarískum uppruna í fóðri evrópskra húsdýra.
(Sjá frétt PlanetArk 26. nóvember).

Frá blómlegum sveitum til sandauðna

Soja ArgentínaSveitir Argentínu eru smám saman að breytast í sandauðnir vegna mikillar sojabaunaræktunar sem víða hefur komið í stað ræktunar á maís og hveiti. Við sojaræktun skilar mun minna af lífrænu efni sér aftur í jarðveginn að uppskeru lokinni en við kornrækt, þar sem stönglarnir sem eftir standa stuðla að betri nýtingu úrkomu og næringarefna. Sé soja ræktað á sama landi ár eftir ár rýrna því gæði jarðvegsins hratt. Takmarkanir argentískra stjórnvalda á kornútflutningi hafa leitt til þess að bændur hafa í vaxandi mæli fært sig yfir í sojarækt – og skiptiræktun hefur verið á undanhaldi.
(Sjá frétt PlanetArk í gær).