Frá blómlegum sveitum til sandauðna

Soja ArgentínaSveitir Argentínu eru smám saman að breytast í sandauðnir vegna mikillar sojabaunaræktunar sem víða hefur komið í stað ræktunar á maís og hveiti. Við sojaræktun skilar mun minna af lífrænu efni sér aftur í jarðveginn að uppskeru lokinni en við kornrækt, þar sem stönglarnir sem eftir standa stuðla að betri nýtingu úrkomu og næringarefna. Sé soja ræktað á sama landi ár eftir ár rýrna því gæði jarðvegsins hratt. Takmarkanir argentískra stjórnvalda á kornútflutningi hafa leitt til þess að bændur hafa í vaxandi mæli fært sig yfir í sojarækt – og skiptiræktun hefur verið á undanhaldi.
(Sjá frétt PlanetArk í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s