Tíu verstu plastbófarnir

Með hjálp 10.000 sjálfboðaliða í 42 löndum hafa samtökin Greenpeace og Break Free from Plastic safnað plastrusli og skrásett nöfn fyrirtækjanna sem framleiddu plastið – og nú hafa þessar upplýsingar verið birtar í formi lista yfir 10 stórtækustu plastruslsframleiðendurna. Coca Cola trónir á toppi listans, en rusl þaðan var nánast alls staðar í einu af þremur efstu sætunum. Pepsi lenti í öðru sæti listans og Nestlé í því þriðja. Greenpeace hefur í framhaldi af þessu sett í gang átakið #IsThisYours, þar sem fólk er hvatt til að setja myndir af rusli inn á samfélagsmiðla, merktar framleiðandanum og átakinu.
(Sjá frétt Aktuell hållbarhet í gær).

Nestlé til fyrirmyndar í loftslagsmálum

Matvælafyrirtækið Nestlé er hæst á árlegum lista samtakanna Carbon Disclosure Project yfir frammistöðu 500 stærstu fyrirtækja heims í loftslagsmálum. Við röðun á listann er skoðað hvernig fyrirtækin taka tillit til loftslagsbreytinga í áætlunum sínum, hvernig þau mæla losun gróðurhúsalofttegunda, hversu gagnsæjar upplýsingar frá þeim eru og hvaða aðgerða þau hafa gripið til í því skyni að draga úr losun. Frá árinu 2001 hefur Nestlé tekist að helminga losun gróðurhúsalofttegunda á hvert tonn framleiðslu. Þá hafa aðgerðir Nestlé í Mexíkó vakið sérstaka athygli, en þar koma 85% af allri raforkunotkun fyrirtækisins frá vindmyllugarði.
(Sjá nánar í frétt EDIE 14. sept. sl).