Á morgun, 21. febrúar, verður efnt til sérstaks sjóðakosningadags í Svíþjóð, þar sem sænskir sparifjáreigendur verða aðstoðaðir við að kjósa fjárfestingarsjóði sem fjárfesta markvisst í fyrirtækjum sem stuðla að sjálfbærri þróun, eða með öðrum orðum að velja sjálfbærari fjármagnsmarkað og þar með grænni framtíð. Í könnun sem gerð var seint á síðasta ári kom fram að 37% sænskra sparifjáreigenda vilja gjarnan leggja fé sitt í sjálfbæra fjárfestingarsjóði og að það sem helst hindri þá í því sé að þeir hafi ekki tíma til að kynna sér áherslur sjóðanna. Skrifstofa Norræna Svansins í Svíþjóð stendur fyrir sjóðakosningadeginum, en frá því í október 2017 hafa fjárfestingarsjóðir sem uppfylla tiltekin skilyrði getað sótt um Svansvottun.
(Sjá frétt Svansins í Svíþjóð 13. febrúar).