Danskir neytendur hugsa grænt

Um 60% danskra neytenda taka mið af umhverfismerkjum þegar þeir kaupa vörur. Vörur sem merktar eru t.d. með Norræna svaninum, Umhverfismerki ESB eða danska Ø-merkinu fyrir lífræna framleiðslu eiga því greiðari leið ofan í innkaupakörfurnar en aðrar vörur. Þetta á sérstaklega við um vörur til daglegra nota, svo sem matvörur, hreinsivörur og húðvörur, en hins vegar virðast umhverfisþættir ekki vega eins þungt við innkaup á heimilistækjum og húsgögnum. Þar eru neytendur e.t.v. ekki orðnir eins vanir því að vörurnar fáist umhverfismerktar.
(Sjá frétt á heimasíðu Miljøstyrelsen 19. september).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s