Nanóagnir úr kolefni geta leyst sjaldgæfa málma af hólmi

Hægt er að nota grafen og aðra svipaða kolefnisbúta af nanóstærð í stað sjaldgæfra málma sem nú eru mikið notaðir í farsíma og ýmis önnur raftæki. Þetta er niðurstaða úr úttekt sem Rickard Arvidsson og Björn Sandén við Chalmersháskólann í Gautaborg hafa gert á fyrirliggjandi þekkingu á þessu sviði. Þeir félagar skoðuðu notkun 14 mismunandi málma og telja að hægt sé að nota kolefni í stað 13 þeirra, í það minnsta í mörgum tilvikum. Sjaldgæfir málmar eiga það sameiginlegt að finnast í litlu magni í jarðskorpunni og þess vegna stuðlar vinnsla þeirra að átökum um eignarhald og aðgang að auðlindinni. Þeir eru auk heldur erfiðir í endurvinnslu vegna þess hversu lítið magn af þeim er notað í hvern hlut. Hins vegar er til nóg af kolefni og úr því er hægt að vinna nanóagnir sem eru sterkar og góðir leiðarar, rétt eins og málmarnir. Slík efni mætti m.a.s. vinna úr lífmassa. Að mati Arvidsson og Sandén er stutt í að hægt verði að nota nanókolefni í stað málma á borð við indíum, gallíum, beryllíum og silfur. Gull var eini málmurinn af 14 sem hæpið var talið að skipta út fyrir kolefni.
(Sjá frétt á heimasíðu Chalmers 15. september).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s