Hávaði ógnar friðlýstum svæðum

Hljóð frá athöfnum manna hafa veruleg neikvæð áhrif á lífríki og upplifun gesta á flestum friðlýstum svæðum að því er fram kemur í rannsókn sem sagt var frá í tímaritinu Science í síðustu viku. Rannsóknin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar, leiddi í ljós að á 63% friðlýstra svæða í Bandaríkjunum nam hljóðmengun tvöföldu bakgrunnsgildi og á 21% allra svæðanna var hljóðmengun tíföld eða meiri. Á þessum svæðum, sem taka til allt að 90% alls flatarmáls friðaðra svæða, er ekki lengur hægt að heyra náttúruhljóð, nema þá í besta falli í mjög lítilli fjarlægð. Þetta spillir gildi svæðanna til hvíldar og slökunar, auk þess sem framandi hljóð trufla eða styggja dýr og geta leitt til breyttrar tegundasamsetningar. Jafnvel plöntur verða fyrir áhrifum vegna breytinga á lífsháttum skordýra sem bera frjó á milli plantna. Algengast er að hljóðmengun berist frá flugumferð, vegakerfi, iðnaði eða byggð. Aðstandendur rannsóknarinnar telja mikilvægt að vernda hljóðvist á þeim svæðum sem enn eru tiltölulega ósnortin af utanaðkomandi hávaða.
(Sjá frétt Science Daily 4. maí).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s