Aðeins 17 af stærstu fataframleiðendum heims hafa gerst aðilar að yfirlýsingu fataiðnaðarins um gagnsæi (e. The Transparency Pledge) að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem gefin var út í tilefni þess að í dag eru liðin fjögur ár frá Rana Plaza slysinu í Bangladesh þar sem rúmlega 1.100 verkamenn í fataiðnaði létust þegar verksmiðjubygging hrundi. Með aðild að yfirlýsingunni heita fyrirtækin því að birta upplýsingar sem gera neytendum kleift að finna hvar fötin þeirra eru framleidd. Samtals var 72 fyrirtækjum boðið að gerast aðilar að yfirlýsingunni og í viðauka við skýrsluna er hægt að sjá viðbrögð hvers þeirra um sig. Yfirskrift skýrslunnar er „Follow the Thread: The Need for Supply Chain Transparency in the Garment and Footwear Industry“.
(Sjá fréttatilkynningu Clean Clothes Campaign 20. apríl).