Skilagjaldskerfi fyrir plastpoka

suw160Sænski frumkvöðullinn Suwar Mert hefur stofnað sprotafyrirtækið Pantapåsen sem starfrækja mun skilagjaldskerfi fyrir plastpoka. Kerfið á að virka þannig að verslanir leggi skilagjald á poka sem viðskiptavinir kaupa og að gjaldið fáist endurgreitt þegar pokanum er skilað, annað hvort í reiðufé, sem greiðsla inn á nýja vöru eða inn á smáforrit (app) í snjallsíma. Í framhaldinu verði einnig hægt að innleysa poka í sjálfvirkum stöðvum í matvöruverslunum o.þ.h. Suwar vonast til að sem flestar verslanir gerist aðilar að kerfinu, en viðbrögðin eiga eftir að koma í ljós. Tekjur fyrirtækisins eiga að koma frá sölu auglýsinga á annars ómerkta poka og frá sölu á plastinu sem safnast til endurvinnslu. Síðar á smáforritið einnig að skapa tekjur.
(Sjá frétt á Breakit.se 6. desember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s