Ódýr hálfleiðari gefur nýjar vonir

polyaniline-160Efnafræðingar við Arlingtonháskólann í Texas hafa sýnt fram á að hægt er nota fjölliðuna pólýanilín sem ljósskaut (e. photocathode) í sólarsellu sem klýfur koltvísýring sem síðan er hægt að vinna áfram í alkóhól til eldsneytis. Kostirnir við þessa aðferð umfram þær sem áður hafa verið notaðar eru m.a. þeir að í þessu tilviki þarf ekki utanaðkomandi efnahvata og auk þess eiga efnahvörfin sér stað við lágan hita. Ef mögulegt reynist að nota þessa aðferð við eldsneytisframleiðslu opnast ýmsir nýir möguleikar, m.a. vegna þess að pólýanilín er ódýrt efni sem auðvelt er að breyta í dúk eða filmu. Slíka dúka eða filmur mætti nota í stórum stíl á þök og á aðra fleti sem þar með gætu nýst við eldsneytisframleiðsluna.
(Sjá frétt Science Daily 20. september).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s