Norðurleiðin er ekki að opnast

2550Leiðin um Norður-Íshafið milli Norður-Evrópu og Kína verður varla orðin hagkvæm fyrir skipaflutninga fyrr en um eða eftir árið 2040 ef marka má nýja skýrslu frá Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar. Ýmsir hafa bundið miklar vonir við að þessi leið opnist á næstu árum en að mati skýrsluhöfunda verður ísinn á leiðinni svo óútreiknanlegur enn um sinn að kosta þurfi miklu til að styrkja ísvarnir á skipum eða kaupa þjónustu ísbrjóta. Lágt olíuverð gerir samanburðinn við Suezskurðinn enn óhagstæðari en ella. Félag danskra flutningaskipaeigenda (Danmarks Rederiforening) er á sama máli, en í félaginu eru nokkur af stærstu skipafélögum heims sem myndu jafnframt hafa mestan hag af opnun norðurleiðarinnar.
(Sjá frétt The Guardian 9. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s