Neðansjávarhávaði skaðlegri en talið var

160205100511_1_540x360Hávaði neðansjávar af mannavöldum virðist geta breytt hegðun hryggleysingja sem lifa á sjávarbotni að því er fram kemur í nýrri grein í tímaritinu Scientific Reports. Áhrif hávaða neðansjávar á fiska og spendýr hafa verið rannsökuð nokkuð, en þetta munu vera fyrstu vísbendingarnar um áhrif á hryggleysingja. Rannsóknin sem um ræðir var unnin af vísindamönnum við Háskólann í Southampton og í henni kom fram að hávaði hefði það í för með sér að dýrin rótuðu upp minna seti, sem aftur getur dregið úr dreifingu næringarefna og stuðlað að því að botninn verði þéttari og súrefnissnauðari en ella og þar með verri bústaður fyrir ýmsar lífverur sem eru undirstaða vistkerfisins í hafinu. Hljóð sem haft geta þessi áhrif geta m.a. borist frá skipaumferð og vindorkugörðum á hafi.
(Sjá frétt ScienceDaily 5. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s