Ræktun dökkra skóga stuðlar að hnattrænni hlýnun

74116Aukin ræktun barrskóga í Evrópu á kostnað laufskóga virðist flýta fyrir hnattrænni hlýnun að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem sagt er frá í vísindatímaritinu Science, en hingað til hefur öll skógrækt verið talin til þess fallin að sporna gegn loftslagsbreytingum. Skóglendi í Evrópu hefur stækkað um 196.000 ferkílómetra (u.þ.b. tvöfalda stærð Íslands) frá því um 1750. Þessa stækkun má rekja til mikillar ræktunar dökkgrænna fljótsprottinna barrtrjáa, svo sem furu og grenis, en á þessu tímabili hafa barrskógar í álfunni stækkað um 633.000 ferkílómetra á sama tíma og ljósari laufskógar hafa minnkað um 436.000 ferkílómetra. Ljós lauftré á borð við eik og birki endurkasta meira sólarljósi út í geiminn en dekkri lauftré og munurinn sem í þessu liggur er sagður gera meira en vega upp á móti meiri kolefnisbindingu í fljótsprottnum barrtrjám. Höfundar rannsóknarinnar telja að stjórnvöldum dugi ekki að taka einungis tillit til kolefnisbindingar í stefnumótun sinni í skógrækt, heldur þurfi líka að taka lit skógarins með í reikninginn, svo og áhrif hans á jarðveg og raka.
(Sjá frétt PlanetArk 5. febrúar).

3 hugrenningar um “Ræktun dökkra skóga stuðlar að hnattrænni hlýnun

  1. Bæta við í greinina að það er ekki síður endurkast að vetri (albedo) – sem eykur hlýnunaáhrif barrskógana þar sem sjór liggur á jörðu mikinn hluta vetrar. Barrskógarnir eru dökkir allan veturinn, mun dekkri en laufskógarnir og endurkasta mun minna af innkominni orku. Hins vegar er mesta endurkastið frá landi hulið snjó – skóglausu landi og getur það skipt miklu á svæðum þar sem snjór liggur að jafnaði yfir marga mánuði á ári. Þannig er dæmið alls ekki eins einfalt og talið hefur verið – plantaðir barrskógar eru að halda í sér mun meiri hita yfir veturinn að jafnaði en gras- og mólendi á norðurslóðum og nýlegar mælingar sýna að kolefnisbinding í graslendi er ekki minni – sumar mælingar benda til meiri – en í barrskógum. Vitna ég þar í grein sem tekur einnig til Íslands þar sem Bjarni Diðrik Sigurðsson er meðhöfundur af (sjá http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/gcb.12576/epdf). Víða er verið að skoða upptöku og kólefnisbúskap graslendis og niðurstöður sýna að graslendi er mjög virkt í bæði upptöku og ekki síður uppsöfnum kolefnis (grasplantan er 90% neðanjarðar og því fer uppsöfnunin í geymslu neðanjarðar … rotnandi rætur og jarðvegur) .. og okkar rannsóknir frá í sumar sýna að upptakan er mun meiri (grasplantan virkari) þar sem hæfileg beit er. Niðurstöður frá USA og Mongólíu á beittu graslendi þar sýna það sama – hæfilega beitt graslendi er að skila mestu til kolefnisbindingar og .. eins og niðurstöður megaskönnunar BDS sýna .. það er mikill misskilningur að planta trjám í graslendi til að auka kolefnisbindingu og þegar albedo er tekið með í reikninginn þá er það bara til að auka hlýnun jarðar. Hvað graslendi varðar er best að stuðla að hæfilegri beit því þá er grasplantan virkust og umsetningin og jarðvegsmyndunin (uppsöfnun kolefnis) mest. Það er verið að skoða umsetninguna í öðrum gróðurlendum, ss. mólendi í Noregi. Það er mikilvægt að koma þessu á framfæri svo við höldum nú ekki lengra inní 21. aldar „skurðgröftinn/þurrkun votlendis“ – þe. ræktun skóga með innfluttum tegundum. Ráð eins tíma er óráð annars…..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s