Frönsk stjórnvöld hyggjast leggja 1.000 km af sólarvegum á næstu 5 árum, en með sólarvegum er átt við vegi sem þaktir eru sólarsellum til raforkuframleiðslu. Ef allt gengur upp getur þessi alllangi vegarspotti séð um 5 milljónum manns fyrir raforku, en það samsvarar 8% af íbúum Frakklands. Um 4 metrar af sólarvegi eru taldir duga til að fullnægja raforkuþörf einnar fjölskyldu, að upphitun frátalinni. Að sögn Ségolène Royal, umhverfis- og orkumálaráðherra Frakklands, er þegar búið að bjóða verkið út og er gert ráð fyrir að fyrstu tilraunir með þessa nýjung verði gerðar í vor. Yfirborgð sólarveganna er gert úr 7 mm sólarfilmu sem hefur verið í þróun síðustu 5 ár og var tilbúin til framleiðslu í október 2015. Burðarþolið er nóg til að taka við umferð flutningabíla og viðnámið nóg til að vegirnir verði ekki óþægilega hálir. Ségolène Royal hefur lagt til að lagðir verði sérstakir skattar á bensín til að fjármagna vegabætur af þessu tagi, enda sé lag til þess nú þegar olíuverð er lágt.
(Sjá frétt Global Construction Review 26. janúar).