Gagnaver á hafsbotni?

01underwater-web1-master675 (160x107)Sérfræðingar hjá Microsoft kanna nú möguleikana á að reisa gagnaver á hafsbotni. Fyrstu tilraunir í þessa veru lofa góðu og benda til að þetta sé ekki aðeins mögulegt heldur einnig ákjósanlegt frá umhverfislegu og rekstrarlegu sjónarmiði. Netþjónum væri þá komið fyrir í rammgerðum neðarsjávarhylkjum, en með því móti mætti draga mjög úr kostnaði og umhverfisáhrifum vegna kælingar sem nú er einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri gagnavera. Hugmyndin er að framleiða orku fyrir verin með sjávarstrauma- eða sjávarfallavirkjunum, þannig að þau verði sjálfum sér næg hvað það varðar. Hægt yrði að staðsetja gagnaver mun nær stærstu þéttbýlisstöðum en áður, sem myndi m.a. stytta biðtíma notenda, en hingað til hafa gagnaver helst verið byggð á auðum landsvæðum fjarri byggð. Byggingartími veranna gæti einnig styst úr u.þ.b. tveimur árum niður í 90 daga, miðað við að hylkin verði fjöldaframleidd. Fyrstu athuganir benda til að hylkin hafi óveruleg áhrif á sjávarhita og dýralíf í nánasta umhverfi sínu.
(Sjá frétt New York Times 31. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s