Plasthreinsun við strendur dugar best

5200Leggja ætti áherslu á að hreinsa plastrusl úr sjónum við strendur nálægt þéttbýli í stað þess að reyna að veiða plastið upp úr plastflákunum á úthöfunum. Þetta er niðurstaða rannsókna á vegum Imperial College, en samkvæmt þeim væri hægt að minnka magn míkróplasts í hafinu um 31% með því að hreinsa strandsvæði. Árangurinn yrði hins vegar aðeins 17% ef hreinsunin beindist að plasteyjunni í Kyrrahafinu, sem nú er talin vera um tvöfalt stærri en Bretland. Mest af míkróplastinu sem mengar hafið berst af landi og því skilar hreinsun næst landi mestum árangri. Þá er um leið komið í veg fyrir að umrætt plast skaði lífríkið á leið sinni út á höfin, en lífríkið er einmitt mun fjölskrúðugra nær landi. Áætlað er að árlega berist um 5-13 milljónir tonna af plasti í hafið og að ef ekkert verði að gert verði þessi tala komin í 28 milljónir tonna árið 2025.
(Sjá frétt The Guardian í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s