Kassarúllur með BPA fjarlægðar úr Coop verslunum

kassarullaVerslunarkeðjan COOP í Danmörku hefur ákveðið að hætta að nota kassarúllur sem innihalda bisfenól-A (BPA) þar sem efnið er talið vera hormónaraskandi og hafa áhrif á frjósemi. Notkun efnisins er lögleg en gæðastjóri keðjunnar segir að það hafi verið ákvörðun fyrirtækisins að starfsmenn og viðskiptavinir ættu ekki að þurfa að verða fyrir hugsanlegum eiturhrifum af skaðlegum efnum. Keðjan hefur sagt „The Dirty Dozen“ stríð á hendur, en „The Dirty Dozen“ eru 12 efni sem talin eru skaðleg en hafa ekki verið bönnuð. Að undanförnu hafa þó birst margar rannsóknir sem benda til að kokteiláhrif efnanna séu stórlega vanmetin. Eins og fram hefur komið á 2020.is hefur COOP nú þegar hætt sölu á örbylgjupoppi, blautklútum, skólavörum úr PVC og Colgate Total tannkremi þar sem allar þessar vörur innihalda eitthvert þessara tólf efna.
(Sjá frétt Samvirke.dk í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s