PCB mengun kemur háhyrningsstofni Breta fyrir kattarnef

hvalurAðeins 8 dýr eru eftir í síðustu háhyrningahjörð Breta og er aðeins tímaspursmál hvenær hjörðin líður undir lok, enda hafa engin afkvæmi fæðst undanfarin 19 ár. Ástæðan er talin vera langvarandi PCB-mengun í höfum Vestur-Evrópu, en þrátt fyrir bann við efninu á áttunda áratugnum hefur það fundist í um 1.000 lífsýnum úr höfrungum við Bretlandseyjar á síðustu 20 árum. Magn efnisins í sýnunum er langt yfir viðmiðunarmörkum, en efnið skaðar m.a. ónæmiskerfi og frjósemi dýra. Þar sem PCB er þrávirkt efni og sjávarspendýr oft langlíf getur ótrúlegt magn safnast upp í dýrum sem eru efst í fæðukeðjunni. Þrátt fyrir að PCB hafi lengi verið á bannlista er styrkur efnisins í sjónum vestur af meginlandi Evrópu sá hæsti sem þekkist. Efnið brotnar mjög hægt niður og því er erfitt að losna við það. Auk þess mun eitthvað af efninu leka frá urðunarstöðum.
(Sjá frétt the Guardian 14. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s