Tuttuguogfimm af 89 tegundum varasalva sem dönsku neytendasamtökin Tænk prófuðu nýlega fengu falleinkunn vegna innihaldsefna sem eru ofnæmisvaldar eða eru talin geta truflað hormónastarfsemi líkamans. Aðeins 17 tegundir voru laus við varasöm efni og fengu þar af leiðandi ágætiseinkunn á prófinu. Tænk bendir á að varasalvi sem inniheldur hormónaraskandi efni sé ekki endilega skaðlegur heilsunni einn og sér en efni úr varasalva geti auðveldlega borist inn í líkamann og bæst þar við efnakokteil af öðrum uppruna. Samtökin mæla með því að fók noti Svansmerktan varasalva. Slíkur varasalvi er laus við hormónaraskandi efni, þó að hann kunni að innihalda einhver ilmefni sem stuðlað geta að ofnæmi.
(Sjá frétt á heimasíðu Tænk 25. október).