Pepsi stórgræðir á umhverfisstarfinu

29087 (160x107)Aukin áhersla á umhverfismál hefur sparað gosdrykkjarisanum Pepsi rúmlega 375 milljónir sterlingspunda (rúmlega 72 milljarða ísl. kr.) frá því á árinu 2010. Sem dæmi um árangur má nefna að á árinu 2014 notaði Pepsi 23% minna vatn á hverja framleiðslueiningu en árið 2006 og á sama tíma batnaði orkunýting bílaflota fyrirtækisins um 16%, m.a. vegna fjölgunar ökutækja sem ganga fyrir rafmagni og lífeldsneyti. Þá  minnkaði umbúðanotkun fyrirtækisins um 40.000 tonn á milli áranna 2013 og 2014 og á sama tíma jókst notkun umbúða úr endurunnu efni um 23%. Að sögn Indra Nooyi, forstjóra Pepsi, er sjálfbærni ekki eitthvað sem fyrirtæki styrkja með hluta af hagnaði sínum, heldur stuðlar áhersla á sjálfbærni að auknum hagnaði. Þrátt fyrir þennan mikla árangur liggur Pepsi undir ámæli vegna óábyrgrar notkunar sinnar á pálmaolíu, en ætlunin mun vera að bæta þar úr fyrir árslok.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s