Geta mjölormar losað okkur við frauðplast?

Ormar ENN (160x107)Í ljós hefur komið að mjölormar geta étið frauðplast eins og það sem notað er í einnota drykkjarmál. Frauðplastið er gert úr pólýstýreni, sem hingað til hefur verið mjög erfitt í endurvinnslu. Bandarískir neytendur henda árlega um 25 milljörðum frauðplastmála og þar í landi lenda samtals um 2 milljónir tonna af efninu í urðun á hverju ári. Svo virðist sem mjölormar geti étið pólýstýren án þess að verða fyrir heilsutjóni, en talin er þörf á að rannsaka það atriði nánar, svo og hvort ormar sem aldir hafa verið á pólýstýreni séu jafngott fóður og aðrir ormar. Gríðarlegan fjölda orma þyrfti til að brjóta niður pólýstýren í stórum stíl en vísindamenn binda vonir við að hægt verði að einangra og rækta bakteríur sem væntanlega gera ormunum kleift að melta plastið.
(Sjá frétt ENN 2. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s