Endurtryggingafélög kalla eftir aðgerðum í loftslagsmálum

CCEndurtryggingafélög vænta þess að leiðtogar þjóða heims sýni það hugrekki að taka fullt tillit til komandi kynslóða í ákvörðunum sínum á 21. leiðtogafundi aðildarríkja loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefst í París eftir tvo og hálfan mánuð. Samkvæmt tölum frá Swiss Re nam árlegt tjón vegna náttúruhamfara að meðaltali um 180 milljörðum dollara (um 23.000 milljörðum ísl. kr.) á ári síðasta áratug. Þá hefur matsfyrirtækið Standard & Poor’s varað við því að náttúruhamfarir geti leitt til lækkunar á lánshæfismati þjóða og að þar séu Mið- og Suður-Ameríka í mestri hættu. Fulltrúar endurtryggingafyrirtækja hafa boðist til að setja verðmiða á þær ákvarðanir sem verða teknar eða ekki teknar í París í desember til að gera mönnum ljóst að aðgerðaleysi í nútímanum muni hafa í för með sér verulegan kostnað til lengri tíma litið.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s