Frá því á árinu 2011 hafa íbúar í Genf í Sviss endurnotað 32 tonn af ýmsum vörum sem settar hafa verið í sérstaka nágrannaskiptikassa. Í þessa kassa getur fólk sett hvaðeina sem það kærir sig ekki um að eiga og tekið þaðan annað sem hugur þess girnist. Kassarnir eru hluti af verkefninu Boîtes D’Échange Entre Voisins. Þeim er ekki aðeins ætlað að stuðla að endurnotkun, heldur einnig af hvetja til samskipta fólks og blása lífi í ónotaða staði. Í samræmi við þetta síðastnefnda hlutverk er kössunum komið fyrir á svonefndum „hvergistöðum“ (e. non-places) þar sem fólk hefur hingað til haft litla ástæðu til að staldra við. Í raun er þarna um að ræða tilraunaverkefni, ekki aðeins í umhverfislegu, heldur einnig í félagslegu, menningarlegu og listrænu samhengi.
(Sjá frétt ENN í dag).