Mun meira er af rafhlöðnum ögnum meðfram umferðaræðum en undir háspennulínum að því er fram kemur í nýrri ástralskri rannsókn. Rafhleðslan gerir það að verkum að fíngert svifryk frá umferð tollir betur en ella í lungum fólks sem andar því að sér, sem aftur eykur hættuna á heilsutjóni vegna megnunar frá umferð.
(Sjá frétt Science Daily 28. maí).