Roundup skilgreint sem krabbameinsvaldur

roundup_tv2_160Vinnueftirlit Danmerkur hefur sett hinn vinsæla illgresiseyði Roundup á lista yfir krabbameinsvaldandi efni í framhaldi af útkomu skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þar sem fram kemur að glýfosat, virka efnið í Roundup, geti valdið eitlakrabbameini. Um leið og efni hefur verið skilgreint sem krabbameinsvaldur aukast varúðarkröfur við notkun þess. Roundup er mest notaði illgresiseyðir í heimi og í Danmörku voru notuð 1.389 tonn af efninu árið 2013 í landbúnaði og við umhirðu garða. Eitlakrabbameinstilfellum hefur fjölgað verulega þarlendis síðustu áratugi og nú greinast rúmlega 1.000 Danir með sjúkdóminn árlega. Notkun Roundup hefur nú þegar verið bönnuð á Sri Lanka og í Kólumbíu og í Argentínu berjast læknar fyrir notkunarbanni. Philippe Grandjean, prófessor í umhverfislyfjafræði við Háskóla Suður-Danmerkur (Syddansk Universitet), segir nauðsynlegt að draga úr notkun efnisins. Jafnframt verði þó að vera á varðbergi gagnvart því að enn hættulegri efni verði ekki tekin í notkun í staðinn.
(Sjá frétt TV2 28. maí).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s