Hlýnun sjávar dregur úr afla í Norðursjó

fishing_northsea_160Draga mun úr þéttleika og stærð mikilvægra nytjastofna í Norðursjó í takt við hækkandi hitastig í sjónum, ef marka má rannsókn Háskólans í Exeter á þróun ýsu, kola og þykkvalúru í breskri lögsögu. Fram kemur í rannsókninni að hlýnunin í Norðursjó hafi verið um fjórfalt meiri en meðalhlýnun heimshafanna síðustu 40 ár. Ýsa, koli og lúra eru einna algengustu fisktegundirnar á matardiskum Breta, en þær eiga það sameiginlegt að kjósa búsvæði í köldum sjó á allmiklu dýpi. Þegar hitastig hækkar leita þessar tegundir á kaldari svæði, en vísindamenn telja að dýpt sjávar á nærliggjandi og norðlægari svæðum sé minni en svo að þessar tegundir ná að aðlaðast búsvæðum þar. Þær séu þannig í raun innikróaðar og þess vegna muni draga úr þéttleika og stærð stofnanna á næstu árum.
(Sjá frétt Science Daily 13. apríl).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s