Tesla slær sölumet á fyrsta ársfjórðungi

tesla_160Rafbílaframleiðandinn Tesla setti sölumet á fyrsta ársfjórðungi 2015, en þá seldi fyrirtækið samtals 10.030 bíla. Þetta er 55% aukning frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Aukninguna má að mestu rekja til Tesla Model S sem hefur fengið frábærar viðtökur og hefur m.a. verið valinn bíll ársins tvö ár í röð af tímaritinu Consumer Reports. Um 25% af öllum nýskráðum rafbílum í Bandaríkjunum á fyrstu mánuðum ársins voru Model S. Mikil aukning varð almennt í sölu rafbíla á síðasta ári en um 320.000 rafbílar voru nýskráðir í heiminum árið 2014. Þetta eru um 43% af öllum rafbílum sem nú eru í umferð. Elon Musk, stofnandi Tesla, hefur tilkynnt að fyrirtækið muni kynna nýja vöru síðar í þessum mánuði og er frekari tilkynninga beðið með mikilli eftirvæntingu.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s