Costco vill hætta sölu kjúklings sem alinn er á sýklalyfjum

Photo of the rear of a Costco membership card /American Express credit cardCostco verslunarkeðjan ætlar að hætta að selja kjöt af kjúklingum og öðrum dýrum sem meðhöndluð hafa verið með sýklalyfjum sem einnig eru notuð gegn sýkingum í fólki. Slík lyf eru mikið notuð í landbúnaði vestanhafs. Stöðug inntaka þeirra drepur veikustu bakteríurnar, en þær sterkustu þróa þol gegn lyfjunum. Þannig verða til lyfjaónæmar bakteríur sem ógna heilsu manna. Neytendasamtök og lýðheilsufræðingar um allan heim hafa þrýst mjög á framleiðendur og stjórnvöld að hætta eða banna notkun sýklalyfja í dýrahaldi og með ákvörðun sinni bætist Costco í þann hóp sem vill að þetta gangi eftir.
(Sjá frétt News Daily 5. mars).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s