Skorað á lífeyrissjóði að hætta „svörtum fjárfestingum“

green_finance_160Félagar í sex lífeyrissjóðum í Danmörku undirbúa nú tillögu um að sjóðirnir láti af „svörtum fjárfestingum“, þ.e. fjárfestingum í orkufyrirtækjum sem byggja afkomu sína á vinnslu jarðefnaeldsneytis. Samtals eru um 200.000 félagar í þessum lífeyrissjóðum og nema fjárfestingarnar alls um 32 milljörðum evra (um 4.700 milljörðum ísl. kr.). Svipuð tillaga kom fram á síðasta ári en var þá felld. Aðstandendur tillögunnar eru hluti af loftslagshreyfingu á heimsvísu sem hefur nú þegar fengið um 180 stofnanir til að draga til baka fjárfestingar í kola-, olíu og gasvinnslu upp á samtals allt að 47 milljörðum evra. Hreyfingin telur að til að hægt verði að komast hjá skelfilegum afleiðingum loftslagsbreytinga þurfi fjárfestar að axla ábyrgð með því að leggja áherslu á „grænar fjárfestingar“.
(Sjá frétt the Guardian í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s