Lúsalyf ógnar lífríki sjávar

salmon_160Lúsalyf sem notuð eru í fiskeldi ógna lífrríki sjávar á nærliggjandi svæðum samkvæmt nýrri norskri rannsókn. Í rannsókninni kom fram að styrkur lúsalyfsins teflúbensúróns í grennd við laxeldisstöðvar getur verið nógu hár til að drepa vissar tegundir krabbadýra, rækju og humars, en efnið hefur áhrif á myndun kítíns sem er uppbyggingarefnið í skeljum slíkra dýra. Í rannsókninni var lax í eldisstöð, þar sem teflúbensúrón hafði ekki verið notað áður, meðhöndlaður með lyfinu í 7 daga og síðan fylgst með seti, vatni og lífríki nálægt stöðinni næstu tvær vikur, auk stakra mælinga nokkrum mánuðum síðar. Mælingarnar sýndu að helmingunartími teflúbensúróns í seti er um 170 dagar, en styrkur efnisins var þó kominn niður fyrir hættumörk strax um tveimur vikum eftir meðferð. Styrkurinn í krabbadýrum og fiski frá nálægum svæðum reyndist ekki svo hár að hættulegt sé talið fyrir menn að neyta sjávarfangsins.
(Sjá fréttablað ESB um umhverfisstefnumótun 26. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s