Walmart opnar „sjálfbærniverslun“ á netinu

walmart_160Stórfyrirtækið Walmart hefur nú opnað „sjálfbærniverslun“ í netverslun sinni þar sem neytendum eru gefnar upplýsingar um frammistöðu birgja á sviði umhverfis- og samfélagsmála með tilliti til lífsferils vöru. Netverslunin byggir á sjálfbærnistuðli Walmart sem þróaður var af The Sustainability Consortium (TSC), en þetta er í fyrsta sinn sem neytendur fá aðgang að þeim upplýsingum sem þar er að finna. Fyrirmyndarfyrirtæki og birgjar eru sérstaklega merkt á heimasíðunni sem umhverfisvænir kostir, en á þessu stigi nær einkunnagjöfin einungis til fyrirtækja en ekki einstakrar vöru. Walmart telur að upplýsingamiðlun af þessu tagi gefi tóninn fyrir framtíðina og vonast til að þetta hjálpi neytendum til að taka upplýstar ákvarðanir.
(Sjá frétt EDIE 25. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s