Ísbjörnum í N-Alaska fækkar hratt

polar_bearÍsbjörnum í Norðurhluta Alaska fækkaði um 40% á árunum 2001 til 2010 samkvæmt athugunum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna (US Geological Survey) sem hefur fylgst með stofninum í áraraðir. Ástandið var sérstaklega slæmt á árunum 2004 til 2006 þegar aðeins um 2,5% af húnum lifðu af. Vísindamenn telja að rekja megi slæma afkomu stofnsins til minnkandi stofnstærðar sela. Þá hefur vetrarísinn þynnst vegna loftslagsbreytinga og orðið hreyfanlegri, sem gerir selveiðarnar enn erfiðari en ella.
(Sjá frétt the Guardian í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s