Fyrirburar fá í sig mikið af skaðlegum efnum á sjúkrahúsum

fyrirburiFyrirburar sem eyða fyrstu mánuðum ævi sinnar á sjúkrahúsi fá í sig mikið magn skaðlegra efna úr tækjum sem notuð eru við ummönnun barnanna, að því er fram kemur í nýrri rannsókn frá Johns Hopkins Bloomberg School of Public Health. Rannsóknin beindist einna helst að DEHP (dí(2-etýlhexýl)þalati) og öðrum þalötum sem notuð eru sem mýkingarefni í plasti, en plast er uppistaðan í stórum hluta lækningatækja og búnaðar á borð við bláæðaleggi, holleggi (svo sem þvagleggi), barkarennur og vökva- og blóðpoka. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að styrkur DEHP hjá fyrirburum sem hafa verið vistaðir lengi á sjúkrahúsi geti verið um 4.000-160.000 sinnum hærri en talið er skaðlaust. Þar sem þalötin bindast ekki plastinu berast þau auðveldlega inn í líkamann og geta raskað hormónastarfsemi hans. Fyrirburar eru einstaklega viðkvæmir þar sem líkami þeirra er enn að þroskast.
(Sjá frétt Science Daily 13. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s