Flugvélaeldsneyti framleitt úr notaðri matarolíu

fugvel_clipartFlugvélaframleiðandinn Boeing og kínverskur samstarfsaðili hafa reist tilraunaverksmiðju í austurhluta Kína til að framleiða flugvélaeldsneyti úr notaðri matarolíu. Verksmiðjan getur tekið við um 240.000 lítrum af matarolíu árlega, sem dugar til að komast að niðurstöðu um hagkvæmni framleiðslunnar. Samtals er talið að framleiða mætti um 1,8 milljarða lítra af eldsneyti úr allri þeirri notuðu matarolíu sem fellur til í Kína árlega. Notuð matarolía inniheldur eiturefni og getur því verið skaðleg heilsu. Auk þess hafa skipulögð glæpasamtök í Kína stundað það að safna notaðri matarolíu og selja hana aftur sem nýja. Með því að nýta olíuna í framleiðslu flugvélaeldsneytis eru þannig hægt að minnka umhverfisáhrif flugferða um leið og spornað er gegn ólöglegri sölu á olíunni.
(Sjá frétt Planet Ark 23. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s