Verður hægt að hlaða rafbíl á 5 mínútum?

Leaf_over_creekNý tegund af rafhlöðum gerir það mögulegt að hlaða rafhlöður rafbíla upp í 70% á aðeins tveimur mínútum að mati rannsóknateymis innan Nanyang Tækniháskólans í Singapore, en þau hafa notast við títaníumdíoxíð á nanóformi til að flýta fyrir efnahvörfum í rafhlöðunni. Þessar nýju litíum-grafít rafhlöður endast lengur en hinar hefðbundnu litíumrafhlöður, eða í um 20 ár. Með því að stytta hleðslutímann opnast nýjar leiðir fyrir rafbílaeigendur. Styttri hleðslutími felur í sér aukna drægni, enda eru 5 mínútur sambærilegar þeim tíma sem það tekur að dæla bensíni á bíl. Með lengri endingartíma er einnig dregið úr magni spilliefna. Talið er að hægt verði að hefja framleiðslu á þessum nýju rafhlöðum í stórum stíl innan tveggja ára.
(Sjá frétt Hybrid Cars í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s