Svo virðist sem nýjar kynslóðir fiska eigi jafnerfitt með að aðlagast háum styrk koltvísýrings í sjónum og forfeður þeirra. Þetta kemur fram í rannsókn sem sagt er frá í tímaritinu Nature Climate Change. Þetta þykir benda til þess að sjávardýr muni aldrei ná að aðlagast að fullu því breytta umhverfi sem loftslagsbreytingarnar hafa í för með sér og að áhrifin muni þannig ekki aðeins bitna á þeim kynslóðum sem nú lifa, heldur einnig á fiskistofnum framtíðarinnar.
(Sjá frétt ENN 6. október).