Skaðleg efni finnast enn í blautþerrum

vaadservietter_huggies_800x387Nýjar blautþerrur frá Huggies innihalda rotvarnarefnið fenóxýetanól, en eldri gerð af þessum þerrum var tekin af markaði þegar í ljós kom að þær innihéldu rotvarnarefnið metýlísóthiazólínon (MI), sem er þekktur ofnæmisvaldur. Vísindanefnd ESB hefur ekki komist að niðurstöðu um það hvort öruggt sé að nota fenóxýetanól í neytendavörur og reyndar telja frönsk heilbrigðisyfirvöld óráðlegt að nota efnið í vörur sem notaðar eru á bleyjusvæði barna. Dönsku neytendasamtökin Tænk furða sig á því að Huggies hafi ákveðið að skipta MI út fyrir annað efni sem kann einnig að vera skaðlegt. Í yfirlýsingu frá Huggies kemur hins vegar fram að hætt verði að nota fenóxýetanól í þessar vörur frá og með næsta ári.
(Sjá frétt Tænk 6. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s