ESB takmarkar notkun fóðurplantna í lífeldsneyti

Biofuels made from sugar cane, Sao Paulo, BrazilFramvegis mega fóðurplöntur að hámarki standa undir 7% af allri framleiðslu lífeldsneytis í Evrópusambandinu samkvæmt nýju samkomulagi ráðherra orkumála ESB frá 13. júní sl. Notkun lífeldsneytis af fyrstu kynslóð hefur verið gagnrýnd þar sem eldsneytið er m.a. framleitt úr fóðurplöntum á borð við maís og sykurreyr sem gætu annars nýst sem fæða fyrir fólk og dýr. Jafnframt getur ræktun og landnotkun vegna framleiðslunnar haft í för með sér aukna losun gróðurhúsalofttegunda og hækkun á matvælaverði. Með því að draga úr notkun fóðurplantna til eldsneytisframleiðslu er brautin einnig rudd fyrir lífeldsneytisframleiðslu af annarri og þriðju kynslóð svo sem framleiðslu úr lífrænum úrgangi, hauggasi o.s.frv. Samkomulag ráðherranna verður nú lagt fyrir Evrópuþingið til endanlegrar afgreiðslu.
(Sjá frétt the Guardian 13. júní).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s