Þalöt í barnavagni

barnevogn-scandia800xMikið magn af díetýlhexýl þalati (DEHP) mældist í skyggni barnavagns af gerðinni Scandia Run í rannsókn sem dönsku neytendasamtökin Tænk stóðu nýlega fyrir. Skyggnið innihélt um 20% DEHP, en leyfilegur styrkur þalata í leikföngum og öðrum ungbarnavörum er 0,1% skv. reglum ESB. Í framhaldi af rannsókninni hefur Tænk sent kæru til Umhverfisstofnunar Danmerkur (Miljøstyrelsen) og hvatt til þess að vagninn verði tekinn úr sölu. DEHP er eitt af skaðlegustu þalötunum og getur m.a. haft neikvæð áhrif á þroska barna. Þalöt eru notuð sem mýkingarefni í plast en eru ekki bundin plastinu og geta því auðveldlega borist í lífverur við snertingu. Miljøstyrelsen hefur ekki enn brugðist við ábendingu Tænk, en einhverjar verslanir hafa þegar tekið vagninn úr sölu í framhaldi af þessum niðurstöðum.
(Sjá frétt Tænk 31. maí).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s