Þrjú ný ósoneyðandi efni í lofthjúpnum

DrLaubeTvö klórflúorkolefnissambönd (CFC) og ein gerð af vetnisklórflúorkolefni (HCFC) sem ekki var vitað til að fyndust í andrúmsloftinu voru greind í loftsýnum í nýlegri rannsókn Háskólans í Austur-Anglíu (University of East-Anglia). Með því að bera saman loftsýni sem tekin voru annars vegar á árunum 1978-2012 og hins vegar 2014 kom í ljós að þessi þrjú efni fundust ekki í andrúmsloftinu fyrr en fyrir nokkrum árum. Efnin eru ekki talin vera skaðleg í núverandi styrk en tilvist þeirra og vaxandi styrkur veldur þó áhyggjum, þar sem þetta eru manngerð efni sem geta haft áhrif á ósonlagið. Eins er hugsanlegt að efnin hafi samverkandi áhrif þótt styrkur hvers þeirra um sig sé lítill. Ekki er vitað hvaðan efnin koma, en notkun efna af þessu tagi hefur verið bönnuð um nokkurt skeið.
(Sjá frétt Science Daily í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s