Diclofenac drepur erni

eagleTvær nýjar rannsóknir hafa styrkt kenningar um að Voltaren og önnur lyf sem innihalda virka efnið diclofenac séu hættuleg örnum af ættkvíslinni Aquila. Vitað var um skaðsemi diclofenacs fyrir hrægamma, en nú virðist ljóst að fleiri tegundir ránfugla verði fyrir barðinu á þessu efni. Efnið getur eyðilagt nýru fuglanna og þannig dregið þá til dauða. Frá þessu er sagt í grein í nýjasta hefti fuglaverndartímaritsins Bird Conservation International. Þessar niðurstöður ýta undir kröfur um að notkun diclofenacs við dýralækningar verði bönnuð í Evrópu og að banni sem komið hefur verið á í SA-Asíu verði fylgt eftir af festu.
(Sjá frétt ENN í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s