Mikil fjölgun starfa við framleiðslu á endurnýjanlegri orku

Renewable-energy-jobs--em-009Um 6,5 milljón manns störfuðu beint eða óbeint við framleiðslu á endurnýjanlegri orku árið 2013, en það er um 14% aukning frá árinu 2012 samkvæmt skýrslu Alþjóðastofnunarinnar um endurnýjanlega orku (IRENA) sem kom út í mánuðinum. Sólarrafhlöður skapa flest störfin, en samtals vinna nú 2,27 milljónir við framleiðslu, uppsetningu og viðhald á slíkum búnaði. Rekja má fjölgun starfa í þeirri grein að miklu leyti til aukinnar áherslu á nýtingu sólarorku í Kína. Jafnframt hefur verð á sólarrafhlöðum lækkað verulega vegna tæknilegra framfara og eftirspurn því aukist. Um 1,45 milljónir starfa við framleiðslu lífeldsneytis og 0,83 milljónir við vindorku.
(Sjá frétt the Guardian 12. maí).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s