Sólhlífðarfatnaður fyrir börn er laus við skaðleg efni samkvæmt nýlegri könnun dönsku neytendasamtakanna Tænk. Hins vegar finnast hormónaraskandi efni í flestum tegundum sólarvarnar sem markaðsett er fyrir börn. Venjulegur fatnaður inniheldur oft á tíðum skaðleg efni, en sólhlífðarfatnaður virðist innihalda mun minna eða nánast ekkert af slíku. Tænk mælir því með slíkum fatnaði sem eiturefnafríum valkosti sem verndar börn gegn útfjólubláum geislum sólar og sparar foreldrum um leið fyrirhöfnina að bera sólarvörn á börnin.
(Sjá frétt á heimasíðu Tænk 15. maí).